Handbolti

Norðmenn komnir í milliriðla með stórsigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Norðmenn hafa byrjað mótið af miklum krafti og stefna hátt
Norðmenn hafa byrjað mótið af miklum krafti og stefna hátt vísir/getty
Norðmenn tryggðu sæti sitt í milliriðli á HM í handbolta með öruggum sigri á Síle í kvöld.

Eftir jafnar fyrstu mínútur fóru Norðmenn á 6-0 kafla og komu stöðunni í 9-4. Þeir héldu áfram að auka forskot sitt og var munurinn orðinn níu mörk, 21-12, fyrir hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði á 5-1 kafla Norðmanna og þar með var algjörlega ljóst að þeir færu með sigurinn. Lokatölur voru 41-20 og eru Norðmenn með fullt hús stiga fyrir síðustu umferðina.

Alexander Blonz skoraði átta mörk fyrir Norðmenn og Espen Lie Hansen bætti fimm við.

Serbar og Kóreumenn eru á botni A-riðils og voru bæði án sigurs fyrir leikinn í kvöld.

Kóreumenn byrjuðu beur en Bogdan Radivojevic skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn fyrir Serba. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiknum var leikurinn nokkuð jafn, staðan var 16-14 fyrir Kóreu í hálfleik.

Serbar náðu að jafna leikinn aftur um miðjan seinni hálfleik og var jafnt með liðunum þar til undir lokin. Serbar tóku 4-0 kafla sem kom þeim þremur mörkum yfir þegar örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu létu þeir ekki eftir og lauk leiknum með 29-31 sigri Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×