Enski boltinn

Það sem United liðið hefur bætt mest eftir að Solskjær tók við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Getty/Marc Atkins
Manchester United hefur á örfáum vikum farið úr því að vera óspennandi lið á niðurleið í að vera heitasta liðið í ensku úrvalsdeildinni.

Knattspyrnusérfræðingar keppast við að greina þessa breytingu og hvernig Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær tókst að breyta svo mörgu svona fljótt.

En hvað hefur breyst mest? Hver er aðalástæðan fyrir því að United liðið fer úr því að fá sex stig í síðustu fimm deildarleikjunum undir stjórn Jose Mourino í að fá fimmtán stig og skora fimmtán mörk í fimm fyrstu deildarleikjum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Blaðamann Telegraph hafa greint Manchester United liðið og reynt að komast að því hvað hefur gerst hjá liðinu.





Nýr knattspyrnustjóri fær alltaf einvher viðbrögð frá sínu liði þar sem allir leikmenn liðsins fá þá hreint blað og nýtt tækifæri til að komast í betra hlutverk í liðinu.

Breytingin á United-liðinu snýst hinsvegar um miklu meira en það. Það voru og eru miklir hæfileikar í liðinu enda kostuðu flestir leikmennirnir mikinn pening og komu til United eftir að hafa sannað sig annarsstaðar.

Þeir voru því ekki eins lélegir í fótbolta og eins og leit út undir það síðasta í stjóratíð Jose Mourinho. Leikgleðin var hinsvegar engin og menn kepptust frekar um að vera í fýlu en að reyna að vinna leikina.

En hverjar eru lykilbreytingarnar á United liðinu að mati blaðamanna Telegraph.

Ein af þeim allra stærstu snýst um tempó eða hraða í leik Manchester United liðsins. Það tengist síðan ennfremur óttaleysi við að spila aftur frjálsan fótbolta og láta boltann ganga hratt upp völlinn.

Solskjær hefur líka lagt ofurkapp á að minna sína menn á að þeir eigi að þakka fyrir það og taka ávallt brosandi á móti því tækifæri að fá að spila fyrir klúbb eins og Manchester United. Norðmaðurinn hefur lofsungið félagið og um leið reynt að kalla fram þá spilamennsku sem félagið er þekkt fyrir.

Solskjær er heldur ekki á fleygiferð með öftustu varnarlínu liðsins og þar hefur komið stöðugleiki. Varnarleikurinn hefur unnið hvað mest á í undanförnum leikjum eftir að liðið hafði alltaf fengið á sig mark í fyrstu leikjum Solskjær.

Phil Jones og Victor Lindelöf eru saman í miðverðinum og þeir Luke Shaw og Ashley Young skila bakvarðarstöðunum. Þetta hefur verið varnarlína United í næstum því öllum deildarleikjunum síðan að Solskjær tók við. Fyrr í vetur var nánast hægt að ganga að því vísu að Jose Mourinho væri búinn að gera breytingu á varnarlínunni á milli leikja.





Flestir leikmanna Manchester United eru að spila betur en það eru einkum tveir sem hafa slegið algjörlega í gegn og þeir hafa báðir gert mikinn usla í vörnum mótherja United í undanförnum leikja.

Paul Pogba og frábær framistaða hans er auðvitað annað lykilatriði sem og að veðja á Marcus Rashford sem framherja en ekki sem kantmann.

Paul Pogba hefur skinið skært í frjálsara hlutverki fremst á miðjunni en mestu skiptir þó að hann fær að spila og þarf ekki að glíma við einhvera sálfræðileiki hjá knattspyrnustjórnaum sínum.

Marcus Rashford hefur blómstrað sem fremsti maður. Hann skoraði 3 mörk í fyrstu 14 deildarleikjum sínum á leiktíðinni en þá var hann oftast út á kanti. Solskjær las hann rétt, setti hann upp á topp og Marcus Rashford hefur svarað með 4 mörkum í 5 deildarleikjum.

Ole Gunnaar Ssolkjær hefur staðið öll próf hingað til og næsta próf er um helgina á móti Brighton en síðan taka við deildarleikir við Burnley, Leicester City og Fulham áður en kemur að Liverpool leiknum. Það er ekkert ólíklegt að þegar Liverpool mæti á Old Trafford þá verði Manchester United búið að vinna níu deildarleiki í röð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×