Innlent

Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu.
Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður.

Fylgst verður með fundinum í beinni útsendingu og í textalýsingu hér fyrir neðan.

Til fundarins var boðað vegna Klausturmálsins svokallaða en Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra Miðflokksmennina Gunnar Braga Sveinsson og Sigmund Davíð Gunnlaugson tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður.

Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra.

Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð hafa einnig verið boðaðir á fundinn en alls óvíst er hvort þeir mæti á fundinn, þar sem hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar.

Fundinum er lokið en hægt er að horfa á upptöku frá honum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal

Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×