Enski boltinn

Sadio Mane: Liverpool verður enskur meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane fagnar marki með Roberto Firmino og Mo Salah er langt undan.
Sadio Mane fagnar marki með Roberto Firmino og Mo Salah er langt undan. Getty/Clive Brunskill
Sadio Mane, framherji Liverpool, er fullviss um að Liverpool standist pressuna og tryggi sér Englandsmeistarartilinnn í vor.

Lærisveinar Jürgen Klopp eru með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildinnar þegar sextán leikir eru eftir.

„Þetta er ekki lið skipað klúðrurum. Ég er viss um að við verðum Englandsmeistarar,“ sagði Sadio Mane og var þar að tala um Liverpool sé ekki „team of chokers“ sem undirritaður hefur hér breytt í klúðrara.

„Þegar ég vakna á morgnanna þá mæti ég ekki á æfingavöllinn að hugsa um það að við vinnum ekki. Við erum staðráðnir í að sýna það og sanna að við séum besta liðið í deildinni,“ sagði Sadio Mane við Sky Sports.  





Liverpool klúðraði einmitt Englandsmeistaratilinum þegar liðið var síðast í titilbarátunni tímabilið 2013-14 þá undir stjórn Brendan Rodgers.

2-0 tap á heimavelli á móti Chelsea og 3-3 jafntefli þar sem liðið missti niður 3-0 forystu eru tveir leikir sem fóru með meistaravonir Liverpool vorið 2014.

„Það er ekki auðvelt að hlusta á fólk kalla okkar lið klúðrara (chokers) en við megum ekki hlusta á það og einbeita okkur frekar að því sem er framundan hjá okkur,“ sagði Mane.





„Liverpool átti möguleika að vinna fyrir nokkrum árum og tókst það ekki. Ég vil samt líta svo á það að sú reynsla hafi hjálpað okkur að komast þangað sem við erum í dag,“ sagði Mane.

Sadio Mane hefur skorað 8 mörk í 20 deildarleikjum á þessu tímabili en tvö síðustu mörkin hans voru í sigurleikjum á móti Manchester United og Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×