Körfubolti

Martin og félagar unnu í framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty
Martin Hermannsson átti stórgóðan leik þegar Alba Berlin vann sigur á Rytas Vilnius í 16-liða úrslitum EuroCup eftir framlengingu.

Að loknum venjulegum leiktíma í fjórum leikhlutum var staðan 79-79 og þurfti því að fara í framlengingu. Í framlengingunni voru gestirnir frá Berlín sterkari og fóru að lokum með 94-86 sigur.

Martin skoraði 15 stig fyrir Alba Berlín og bætti við átta stoðsendingum og var með þrjá stolna bolta. Luke Sikma átti hins vegar stórleik í liði Berlínar með 19 stig og 12 fráköst. Rokas Giedraitis var stigahæstur með 23 stig.

Keppnisfyrirkomulag EuroCup er þannig að 16-liða úrslitin fara fram í riðlum. Eftir þrjá leiki af sex er Alba Berlin með tvo sigra eins og AS Mónakó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×