Fótbolti

„Ef Isco er ekki í byrjunarliðinu fer ég heim“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Isco hefur lítið fengið að spila að undanförnu
Isco hefur lítið fengið að spila að undanförnu vísir/getty
Rafael van der Vaart furðar sig á því afhverju Isco spili ekki meira fyrir Real Madrid og segist sleppa því að fara á leiki með Evrópumeisturunum ef sá spænski er ekki í byrjunarliðinu.

Van der Vaart spilaði með Real Madrid árin 2008-2010 en hann spilaði einnig með Tottenham á ferlinum ásamt liðum í Þýskalandi og Danmörku.

Isco hefur ekki náð að vinna Santiago Solari, knattspyrnustjóra Real Madrid, á sitt band en Van der Vaart segir Spánverjann vera besta leikmann heims.

„Þetta er brjálæði. Hann er besti leikmaður heims að mínu mati,“ sagði Hollendingurinn í viðtali við spænska miðilinn Marca.

„En hann á alltaf í vandræðum með stjóra og meira að segja Zinedine Zidane treysti honum aldrei alveg.“

„Þegar ég ætla að fara á völlinn og horfa á Madrid þá athuga ég fyrst hvort hann sé í byrjunarliðinu, ef ekki þá fer ég bara heim.“

Isco var í byrjunarliðinu gegn Leganes í bikarkeppninni í gær, í fyrsta skipti í síðustu átta leikjum sem Spánverjinn fékk sæti í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×