Innlent

Segir gassagang þýðingarlausan

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá samningafundi.
Frá samningafundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Ég geri mér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Þess vegna, jafnvel þótt það mjakist hægt, þýðir ekkert að vera með einhvern gassagang. Við viljum vanda alla okkar ákvarðanatöku,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Á þriðja samningafundi SA og VR, Eflingar og VLFA í gær var farið yfir það svigrúm sem SA telja að sé til launahækkana og kostnaðarmat á kröfugerð verkalýðsfélaganna. Aðilar komu sér saman um að trúnaður ríki um þær upplýsingar.

„Á meðan aðilar eru að tala saman get ég verið hóflega bjartsýn og ég tek bara stöðuna aftur á mánudaginn,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en boðað hefur verið til næsta fundar á mánudag.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mikil og óformleg samskipti í gangi milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×