Enski boltinn

Dembele seldur til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dembele í leik með Spurs.
Dembele í leik með Spurs. vísir/getty
Tottenham staðfesti í morgun að félagið hefði selt miðjumanninn Mousa Dembele til kínverska félagsins, Guangzhou R&F.

Belginn kom til Spurs frá Fulham árið 2012 og hefur reynst ansi þarfur þjónn. Hann skoraði mark í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Norwich.

Á tíma sínum hjá Spurs lék Dembele 250 leiki fyrir félagið og mörkin voru tíu talsins. Allan þann tíma hefur hann verið lykilmaður í landsliði Belgíu þar sem hann hefur spilað 82 landsleiki.

Ekki er gefið upp hvert kaupverðið er en fastlega má búast við því að Spurs hafi fengið sanngjarnt verð og líklega rúmlega það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×