Lífið

Ísold vill að feitt verði fallegt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísold hefur vakið töluverða athygli fyrir baráttu sína með líkamsvirðingu.
Ísold hefur vakið töluverða athygli fyrir baráttu sína með líkamsvirðingu.
Ísold Halldórudóttir er í ítarlegu viðtal við breska miðilinn Dazed þar sem hún opnar sig um að hafa í gegnum tíðina upplifað sig út undan og ekki fundist hún falla inn í hópinn.  

„Stór ástæða fyrir því var að ég var feit,“ segir Ísold en í dag er hún fyrirsæta og mikil baráttukona fyrir líkamsvirðingu.

„Ef þú varst ekki mjór, þá varstu bara í djúpum skít. Maður var tilbúin að gera allt til að vera ekki feitur og sem betur fer er þetta aðeins að breytast, og sérstaklega á síðustu 2-3 árum.“

Ísold er mjög virk á Instagram  og bjó sjálf til kassamerkið #fatgirloncam sem hefur fengið töluverða útbreiðslu. Ísold vill setja sitt á vogarskálarnar til þess að breyta heiminum hægt og rólega.

Vill á forsíðu Vogue

„Það er búið að eiga sér ákveðið samtal í fyrirsætuheiminum varðandi fjölbreytni en það þarf meira til. Ég ætti ekki alltaf að þurfa útskýra mig þegar ég sýni líkamann á mér. Þetta er ekki eitthvað sem ég ætti að vera sérstaklega „stolt“ af eða fá einhverja sérstaka viðurkenningu fyrir það. Það vantar bara fleiri feita í þennan bransa til að normalísera það. Það er það sem ég vill breyta. Ég vil geta verið á forsíðu Vogue, ekki út af því að ég er feit, út af því ég á það skilið sama hvort ég sé feit eða mjó.“

Hún segir að vaxtarlag hennar hafi alltaf verið notað gegn henni.

„Ég ákvað að taka málin í eigin hendur og horfa öðruvísi á þetta, sem reyndist gefa mér mun meira en annað. Það á ekki að vera neinn munur á því að kalla manneskju feita eða að kalla hana mjóa eða í góðu formi.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

View this post on Instagram

Behind the scenes for #movinglove

A post shared by Isold (@isoldhalldorudottir) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×