Lífið

Lýsa kynferðislegri áreitni á íslenskum vinnustöðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atvikin áttu sér nokkur stað á skemmtistað í miðborginni.
Atvikin áttu sér nokkur stað á skemmtistað í miðborginni. Vísir/GVA
Twitter-reikningurinn Ungar athafnakonur ruddi af stað kassamerkinu #vinnufriður og nú rignir einfaldlega inn sögum frá íslenskum konum þar sem þær lýsa kynferðislegri áreitni á vinnustöðum.

Sögurnar eru sumar hverjar sláandi og þar er talað um að karlmenn hafi hreinlega hótað að ganga í skrokk á kvenkynsbarþjóni ef hún myndi ekki gefa manni koss.

Einnig kemur fram að sagt hafi verið við 14 ára stúlku að klæðast flegnum bol til að kúnnarnir yrðu ánægðari.

Vísir hefur tekið saman nokkur valin tíst um málefnið sem sjá má hér að neðan en hér er hægt að fylgjast með öllum tístum sem koma inn undir kassamerkinu #vinnufriður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×