Handbolti

Aron: Nú þarf að taka fram hanskana og hlaupa svolítið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í viðtali eftir leikinn.
Aron í viðtali eftir leikinn. vísir/tom
Það var létt yfir Aroni Kristjánssyni, landsliðsþjálfara Barein, eftir sigurinn á Japan enda var Barein að ná sögulegum árangri.

„Við spiluðum fyrstu tvo leikina vel en svo komu erfiðir leikir. Við dreifðum álaginu í gær því við vissum að þessi leikur væri mikilvægur fyrir okkur og Japan,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, við Tómas Þór Þórðarson eftir leikinn.

„Þetta fimmta sæti kemur okkur í topp 20 í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar. Þetta er eitt skref í rétta átt í þróuninni.“

Bareinar fögnuðu sigrinum vel og innilega. Leyndi sér ekki hversu mikilvægur sigurinn var fyrir þá.

„Þessi leikur skipti mjög miklu máli og þó svo Japan hafi fengið hörkuleik gegn Íslandi þá voru þeir að hugsa um þennan leik eins og við. Þeir dreifðu álaginu líka. Það var mikilvægt að vinna fyrir Asíukeppnina og halda taki á mönnum. Svo er hægt að hugsa til baka og fagna því að hafa náð mikilvægum áfanga,“ segir Aron sem er ekkert hættur.

„Nú er að fara heim, taka fram hanskana og hlaupa svolítið.“

Aron segir að halda þurfi áfram með starfið í landinu og leggja upp áætlun sem komi landsliðinu til góða. Sú vinna sé í fullum gangi.

Klippa: Aron - Fyrsta sinn í topp 20

Tengdar fréttir

Dagur: Þetta voru mikil vonbrigði

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn Barein í dag. Það þýðir að Japan endar í neðsta sæti riðilsins án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×