Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í vikunni varð fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Við hittum fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30 og fáum að heyra allt um síðustu ár, endurfundina og framtíðina.

Einnig heyrum við í formanni Starfsgreinasambandsins sem telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Við höldum áfram að fjalla um Brexit-málið endalausa og hittum framkvæmdastjóra danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi.

Við segjum frá nýrri blokk sem mun rísa í Þorlákshöfn en húsið er flutt frá Rúmeníu og sjáum gæludýr blessuð á Antoníusarmessu á Spáni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×