Handbolti

Aron: Ungu strákarnir gefa okkur svo mikla von

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson var afar stoltur fyrirliði íslenska landsliðsins eftir sigur okkar manna á Makedóníu í dag. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í milliriðlakeppni HM í handbolta.

„Ég er hrikalega stoltur af strákunum. Við vorum þolinmóðir og héldum okkar plani í vörninni hrikalega vel. Ég var mjög ánægður með það,“ sagði Aron.

„Við vorum flottir í sókninni síðustu mínúturnar og tókum ekki illa ígrundaðar ákvarðanir. Við vorum öruggir á boltanum og kláruðum þetta sannfærandi, þannig séð. Við áttum meira í tanknum í lokin og það var æðislegt að sigla þessu heim.“

Aron segir ótrúlegt hversu mikið af ungum leikmönnum eru í íslenska liðinu í dag og árangur liðsins í því ljósi.

„Ég hef sjaldan upplifað þetta ári. Hér eru margir á sínu fyrsta móti og það er æðislegt að sjá hvernig þeir takast á við þetta. Það gefur okkur svo mikla von og aukakraft,“ sagði Aron sem upplifir mikla jákvæðni í kringum íslenska liðið.

„Maður sá það í augunum á strákunum að hér var enginn að fara að tapa þessum leik. Það var enginn hræddur. Við sýndum það inni á vellinum. Jafntefli hefði dugað en við ætluðum ekki að fara að leika okkur að eldinum eða neitt slíkt,“ sagði stoltur fyrirliðinn.

„Makedóníumennirnir hafa örugglega verið í þessari stöðu margoft áður en við vorum hrikalega flottir að stíga þetta skref.“


Tengdar fréttir

Arnór: Elska að spila fyrir Ísland

Arnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins annan leikinn í röð er Ísland tryggði sér sæti í milliriðlum á HM í handbolta með frábærum tveggja marka sigri á Makedóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×