Handbolti

Björgvin Páll: Inni í klefa eru menn búnir á því

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Þetta var keppnis. Eins og allir leikir á móti Makedóníu. Þeir eru heitir og þetta voru læti. Þetta var 60 mínútna barátta,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti góðan leik í marki Íslands sem vann Makedóníu á HM í handbolta í dag. Með sigrinum komst Ísland í milliriðlakeppni mótsins.

„Við vorum þolinmóðir og jákvæðir í hálfleik. Okkur fannst að við værum með þá og við vonuðum að þetta myndi koma, sem það gerði,“ sagði markvörðurinn sem sagði að landsliðsþjálfarinn hefði undirbúið liðið vel fyrir þennan leik.

„Við vorum með svalan haus þegar við kláruðum þetta í lokin, til dæmis eins og Arnór Þór á vítalínunni,“ sagði Björgvin Páll sem hrósaði varnarleik Íslands í dag.

„Menn sjá kannski ekki þá vinnu sem menn leggja í varnarleikinn. Þessar litlu hreyfingar þegar þeir eru að djöflast í línumanninum. Ef þú myndir labba inn í klefa núna myndirðu sjá hversu búnir á því menn eru,“ bætti hann við.

„Nú viljum við fara til Kölnar og hafa gaman að því að spila handboltaleiki. Njóta þess.“


Tengdar fréttir

Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn

Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli.

Arnór: Elska að spila fyrir Ísland

Arnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins annan leikinn í röð er Ísland tryggði sér sæti í milliriðlum á HM í handbolta með frábærum tveggja marka sigri á Makedóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×