Innlent

Ábyrgð útgerðar sé mikil

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
„Það þarf að taka þetta mál föstum tökum. Það er margt í húfi, meðal annars orðspor okkar sem fiskveiðiþjóðar sem blessunarlega tók þá ákvörðun að vera með sjálfbærar veiðar og byggja á vísindalegri nálgun,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um þá niðurstöðu Ríkis­endurskoðunar að eftirlit Fiskistofu með brottkasti sé bæði ómarkvisst og veikburða.

Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. Þar kemur meðal annars fram að vegna takmarkaðs eftirlits stjórnvalda með brottkasti og takmarkaðra rannsókna á umfanginu sé vart tilefni til fullyrðinga atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um að brottkast sé óverulegt.

Það er sérstaklega gagnrýnt að mat ráðuneytisins byggist meðal annars á lýsingum hagsmunaaðila. Við upplýsingaöflun vegna úttektarinnar hafi komið fram skýrar áhyggjur af því að brottkast ætti sér stað í talsverðum mæli.

Þorgerður segir ábyrgð útgerðarmanna mikla og þeir verði að standa undir henni. „Langflestir gera það en SFS verður hér að sýna afgerandi forystu og taka hressilega á þessu þó að einhverjir innan þeirra raða verði missáttir. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna. Langt í frá, þótt ríkisstjórnin vilji vinna málið þannig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×