Fótbolti

Mourinho: Ég varð ástfanginn af Salah en hann týndist í Lundúnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mohamed Salah í búningi Chelsea
Mohamed Salah í búningi Chelsea vísir/getty
Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum.

Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá.

Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið.

„Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur.

„Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“

Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty
„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“

Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu.

„Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“

„Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“








Tengdar fréttir

Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea

Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×