Erlent

For­sætis­ráð­herra Litháen sækist eftir for­seta­em­bættinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 48 ára Saulius Skvernelis hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016.
Hinn 48 ára Saulius Skvernelis hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016. Getty
Saulius Skvernelis, forsætisráðherra Litháens, hefur greint frá því að hann muni sækjast eftir forsetaembættinu í landinu. Forsetakosningar eru fyrirhugaðar í landinu í maí.

Skvernelis segist þó ekki hafa neinar fyrirætlanir um að hætta í sínu núverandi starfi, verði hann ekki kjörinn forseti.

Í Lítháen ríkir forsetaþingræði þar sem völd skiptast milli forseta og þings.

Forsetinn hefur meðal annars mikil völd á sviði utanríkismála, auk þess að hann tilnefnir dómara, seðlabankastjóra og getur beitt neitunarvaldi gegn lögum sem samþykkt eru á þinginu.

Hinn 48 ára Saulius Skvernelis hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×