Gylfi skoraði í tapi | Úrslit dagsins

Dagur Lárusson skrifar
Gylfi Þór í leiknum í dag.
Gylfi Þór í leiknum í dag. vísir/getty
Southampton fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Gylfa Þór og félögum í Everton í dag.

 

Það var fátt um fína drætti í þessum leik í fyrri hálfleiknum og því var markalaust í leikhlé. Í seinni hálfleiknum varð leikurinn þí líflegri og kom James Ward Prowse Southampton yfir á 50. mínútu en hann skoraði einnig síðustu helgi gegn Leicester.

 

Um stundarfjórðungi seinna varð síðan Frakkinn, Lucas Digne, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því orðin 2-0 fyrir Southampton og útlitið slæmt hjá Gylfa og félögum.

 

Gylfi Þór Sigurðsson náði hinsvegar að minnka muninn í uppbótartíma en það mark reyndist þó ekki nóg og lokatölur því 2-1.

 

Eftir leikinn er fastlega hægt að gera ráð fyrir því að það sé orðið heldur heitt undir stjóra Everton, Marco Silva, en það hefur lítið gengið upp hjá liðinu síðustu vikurnar og er liðið nú í ellefta sæti með 30 stig.

 

Það voru fimm aðrir leikir sem hófust klukkan 15:00 í dag. Á St James Park mættust Newcastle og Cardiff þar sem Aron Einar þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í byrjun leiks. Fabian Schar var í miklu stuði fyrir Newcastle en hann skoraði tvö mörk  í 3-0 sigri en Ayoze Perez skoraði hitt markið. Aron Einar kom ekkert við sögu.

 

Bournemouth og West Ham mættust á Vitality-vellinum þar sem lítið var um gæði í fyrri hálfleiknum. Það var ekki fyrr en á 54. mínútu þar sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það var Callum Wilson sem skoraði það. Það var síðan Joshua King sem skoraði annað mark heimamanna á 90. mínútu og þar við sat. Eftir leikinn er Bournemouth í tólfta sæti með 30 stig á meðan West Ham er í tíunda sæti með 31 stig.

 

Það var síðan enginn Jói Berg í leikmannahópi Burnley sem gerði 0-0 jafntefli við Watford.

 

Úrslit dagsins:

 

Bournemouth 2-0 West Ham

Liverpool 3-2 Crystal Palace

Manchester United 2-1 Brighton

Newcastle 2-0 Cardiff 

Southampton 2-1 Everton

 



 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira