Handbolti

Lovísa tryggði Val sigur á botnliði Selfoss

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lovísa Thompson
Lovísa Thompson vísir/daníel
Valskonur sitja aftur einar á toppi Olísdeildar kvenna eftir nauman eins marks sigur á Selfyssingum á Selfossi í kvöld.

Lovísa Thompson skoraði sigurmarkið fyrir Val á síðustu mínútu leiksins en Selfyssingar höfðu verið 27-25 yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

Eftir jafna byrjun skiptu Valskonur í annan gír um miðjan fyrri hálfleik og náðu að koma sér upp þægilegri forystu, munurinn var fimm mörk í hálfleik 11-16.

Valur hélt áfram að keyra á heimakonur í upphafi seinni hálfleiks en Selfyssingar gáfust ekki upp og komu með góða endurkomu og náðu að jafna leikinn í 24-24 á 53. mínútu. Þær tóku svo yfirhöndina með marki frá Hörpu Sólveigu Brynjarsdóttur.

Harpa Sólveig kom þeim í 27-25 úr víti á 58. mínútu en Valskonur áttu síðustu þrjú mörk leiksins og fóru með 27-28 sigur.

Valur er því með 19 stig á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Fram. Selfyssingar sitja hins vegar á botninum með fjögur stig, þremur stigum á eftir HK í sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×