Erlent

Norska stjórnin horfir til Íslands í stjórnarsáttmála

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ekki er ljóst hvort Solberg horfir hér bókstaflega til Íslands.
Ekki er ljóst hvort Solberg horfir hér bókstaflega til Íslands. Nordicphotos/AFP
Ný ríkisstjórn í Noregi ætlar að koma á frístundastyrkjum fyrir börn á bilinu sex til átján ára sem hægt er að nýta til þess að niðurgreiða tómstundir barna. Að því er kemur fram í stjórnarsáttmála hinnar nýju stjórnar er þetta gert að íslenskri fyrirmynd. Stjórnin áformar að sveitarfélög geti svo aðlagað hið nýja kerfi að sínum þörfum.

Erna Solberg forsætisráðherra komst á fimmtudag að samkomulagi við Kristilega þjóðarflokkinn um að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Þannig mynda Kristilegi þjóðar­flokkurinn, Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn og Venstre nú fyrstu meirihlutastjórn norsku borgaraflokkanna frá árinu 1985.

Til þess að fá Kristilega þjóðarflokkinn að borðinu þurftu hinir flokkarnir þrír hins vegar að gefa eftir er varðar stefnu um þungunarrof. Þannig stendur nú til að banna konum að eyða einu eða fleiri fóstrum, en ekki öllum, þegar kona er ólétt af margburum. Hins vegar vildu flokkarnir ekki gangast við kröfu Kristilegra um að banna þungunarrof seint á meðgöngu í þeim tilvikum sem fóstrið hefur greinst með Downs-heilkenni eða sambærilega erfðagalla.




Tengdar fréttir

Samþykktu stjórnarsamstarfið með naumindum

Kristilegi þjóðarflokkurinn samþykkti í kvöld að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Hægriflokknum, Framfaraflokknum og Venstre en saman mynda flokkarnir meirihlutastjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×