Erlent

Þúsundir komu saman til að kveðja Paweł Adamowicz í Gdansk

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir fylgdust með þegar kistu Pawel Adamowicz var ekið um götur Gdansk í gær.
Þúsundir fylgdust með þegar kistu Pawel Adamowicz var ekið um götur Gdansk í gær. Getty
Þúsundir manna komu saman í Gdansk í gærkvöldi þar sem kistu borgarstjórans Paweł Adamowicz var ekið um stræti borgarinnar. Adamowicz lést af sárum sínum á mánudag eftir stunguárás sunnudagsins. Útför Adamowicz fer fram í dag.

Stórum skjáum hefur verið komið upp í kringum fjórtándu aldar Kirkju heilagrar Maríu þar sem sýnt verður beint frá útförinni í dag.

Adamowicz gegndi embætti borgarstjóra Gdansk um tuttugu ára skeið, var frjálslyndur í skoðunum og mjög gagnrýninn á stjórnarflokkinn í landinu, Lög og réttlæti (PiS).

Getty
Andrzej Duda, forseti Póllands, Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, og Lech Wałęsa, fyrrverandi forseti Póllands, eru í hópi þeirra sem sækja útförina. Búið er að lýsa yfir þjóðarsorg í Póllandi í dag.

Þúsundir fylgdu kistu Adamowicz í gær, en hún var þakin hvítum blómum og rauðum fána Gdansk þegar henni var ekið um götur borgarinnar. Kveikti fólk á kertum og ritaði nöfn sín í minningarbókum í Miðstöð evrópskrar einingar í Gdansk.

Getty
Getty

Tengdar fréttir

Fjöldi minnist borgarstjóra

Fjölmargir Pólverjar lögðu leið sína í ráðhúsið í Gdansk í gær til þess að rita nafn sitt í samúðarbækur fyrir Pawel Adam­owicz, borgarstjóra Gdansk, sem lést á sjúkrahúsi á mánudag eftir að hafa verið stunginn á góðgerðartónleikum á laugardagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×