Enski boltinn

Leeds tapaði stigum │Jón Daði og Birkir í byrjunarliði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Njósnirnar hjálpuðu Bielsa ekki í þetta skipti
Njósnirnar hjálpuðu Bielsa ekki í þetta skipti vísir/getty
Topplið Leeds tapaði óvænt fyrir Stoke í ensku Championship deildinni í dag. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson voru báðir í byrjunarliðum liða sinna.

Norwich minnkaði forystu Leeds á toppnum niður í eitt stig í gær en búist var við því að Leeds næði að auka muninn á ný þegar liðið sótti Stoke heim í dag. Stoke sat fyrir leikinn í 15. sæti deildarinnar.

Það kom þó ekki upp á daginn. Sam Clucas kom Stoke yfir snemma í seinni hálfleik og staðan varð enn verri fyrir Leeds á 76. mínútu þegar Pontus Jansson var rekinn af velli með sitt annað gula spjald.

Stoke náði að nýta sér liðsmuninn á 88. mínútu og virtist vera að gera út um leikinn þegar Joe Allen skoraði. Gestirnir náðu sárabótamarki seint í uppbótartíma þegar Ezgjan Alioski skoraði eftir hornspyrnu en það kom of seint, 2-1 sigur Stoke raunin.

Í Birmingham var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Aston Villa sem tók á móti Hull. Gestirnir komust yfir með tveimur mörkum frá Jarrod Bowen og Evandro en James Chester jafnaði fyrir Villa á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Tammy Abraham jafnaði leikinn fyrir Aston Villa á 64. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki, niðurstaðan 2-2 jafntefli. Birkir var tekinn af velli þegar um korter var eftir af leiknum.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading sem sótti Derby heim. Duane Holmes kom lærisveinum Frank Lampard yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Harry Wilson tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks.

Í seinni hálfleik lagaði Sone Aluko stöðuna fyrir Reading en nær komust þeir ekki og er liðið því enn í fallsæti í deildinni.

Úrslit dagsins:

Aston Villa - Hull 2-2

Blackburn - Ipswich 2-0

Derby - Reading 2-1

Middlesbrough - Millwall 1-1

Nottingham Forest - Bristol City 0-1

QPR - Preston North End 1-4

Rotherham - Brentford 2-4

Sheffield Wednesday - Wigan 1-0

Stoke - Leeds 2-1

17:30 Swansea - Sheffield United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×