Erlent

Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Filippus, eiginmaður Bretadrottningar á góðri stundu.
Filippus, eiginmaður Bretadrottningar á góðri stundu. Max Mumby/Getty
Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, er kominn aftur á kreik eftir að hafa sloppið ómeiddur frá bílslysi nálægt Sandringham í Norfolk í fyrradag. Rannsakendur slyssings segja prinsinn ekki munu fá mjúklegri meðferð en aðrir við rannsókn málsins.

BBC greinir frá því að nokkrir breskir miðlar hafi birt myndir af prinsinum við akstur á nýjum Land Rover Freelander, en það er sams konar bifreið og skemmdist í slysinu á fimmtudag.

Filippus prins, sem er 97 ára, slapp ómeiddur frá slysinu sem varð þegar hann ók bíl sínum á Kia bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára kona, fékk skurði við áreksturinn en 45 ára kona sem var farþegi í bílnum úlnliðsbrotnaði. Þá slapp níu mánaða drengur ómeiddur frá slysinu.

Samkvæmt lögreglunni í Norfolk mun áreksturinn vera rannsakaður og „viðeigandi ráðstafanir gerðar“ í kjölfarið.

Chris Spinks, sem fer fyrir rannsókninni sagði við fjölmiðla að prinsinum yrði ekki sýnd nein „vinsemd“ við rannsókn málsins, þó hann væri konungborinn.


Tengdar fréttir

Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi

Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×