Innlent

2019 heilsar með léttskýjuðu og köldu veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er suðlægari vindi á morgun og fram á sunnudag.
Spáð er suðlægari vindi á morgun og fram á sunnudag. vísir/vilhelm
Nýja árið heilsar með hægri breytilegri átt, léttskýjuðu og köldu veðri. Þetta segir á vef Veðurstofunnar. 979 millibara lægð sé að finna suður af Hvarfi og sé hún norður leið.

„Það þykknar því upp um vestanvert landið með deginum og um hádegi fer að bæta í vind úr suðaustri. Suðaustan 13-20 m/s og rigning í kvöld en hægri vindur og þurrt norðaustanlands. Það hlýnar einnig, fyrst vestast á landinu, hiti 1 til 6 stig seint í dag en vægt frost á Austurlandi fram á nótt.“

Spáð er suðlægari vindi á morgun og fram á sunnudag með rigningu með köflum um landið sunnan- og vestanvert. Þurrt er norðan- og austantil og milt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 6 til 12 stig. 

Á föstudag: Sunnan og suðvestan 5-13 og dálítil rigning eða súld, en léttir til á Norður- og Austurlandi síðdegis. Hiti 4 til 10 stig. 

Á laugardag: Suðaustan 8-15 og rigning með köflum, en heldur hægari og þurrt um landið norðanvert. Hiti 3 til 8 stig. 

Á sunnudag: Stíf suðvestanátt með éljum eða skúrum, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 4 stig.

Á mánudag: Sunnanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×