Innlent

Gul viðvörun: Gæti orðið flughált um tíma

Atli Ísleifsson skrifar
Reiknað er með að lausamunir gætu fokið og þá hafa ferðalangar verið hvattir til að sýna aðgát.
Reiknað er með að lausamunir gætu fokið og þá hafa ferðalangar verið hvattir til að sýna aðgát. Vísir/Hanna
Veðurstofan hefur gefið úr gula viðvörun  á svæðinu í kringum Breiðafjörð þar sem mun hvessa í kvöld og hlána.

Vegagerðin varar við að flughált gæti orðið um tíma. „Ekki síst á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem gera má ráð fyrir hviðum 30-35 m/s þvert á veg þegar frá um kl. 16 og fram á kvöld,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Reiknað er með að lausamunir gætu fokið og þá hafa ferðalangar verið hvattir til að sýna aðgát.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×