Innlent

Vætusamt en hlýtt næstu daga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það gæti komið sér vel að vera með regnhlífina meðferðis næstu daga.
Það gæti komið sér vel að vera með regnhlífina meðferðis næstu daga. vísir/hanna
Það verður vætusamt og hlýtt á landinu næstu daga ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að eindregin, vætusöm og hlý sunnan átt verði í dag, á morgun, á föstudag og svo framan af laugardegi. Lengst af verður þó þurrt og heldur suðvestlægari vindur norðaustan til á landinu.

Vindstyrkurinn verður mismikill næstu daga; 10 til 15 metrar á sekúndu í dag en bætir í vind síðdegis og í kvöld.

Þannig má búast við hvassviðri um vestanvert landið í nótt, 15 til 20 metrum á sekúndu en slær sums staðar í storm á norðvestanverðu landinu.

Vindur verður svo hægari annað kvöld, eða víðast hvar fimm til tíu metrar á sekúndu en bætir heldur í vindinn á föstudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Sunnan 10-15 m/s en 15-23 um landið norðvestanvert fram að hádegi. Rigning eða súld, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 5 til 11 stig.

Á föstudag:

Sunnan og suðvestan 5-13 og dálítil rigning eða súld, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 9 stig.

Á laugardag:

Sunnan 10-15 og víða rigning, en vestlægari síðdegis og snjókoma eða él. Kólnandi, hiti um og undir frostmarki um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×