Erlent

Tala látinna komin í 21 eftir að hús hrundi í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hluti tíu hæða húss hrundi og er talið að það hafi gerst vegna gassprengingar.
Hluti tíu hæða húss hrundi og er talið að það hafi gerst vegna gassprengingar. AP/Almannavarnir Rússlands
Minnst 21 lét lífið þegar gassprenging varð í tíu hæða fjölbýlishúsi í Magnitogorsk í Rússlandi á gamlársdag. Meðal þeirra líka sem fundust í dag var þriggja ára stúlka, en ellefu mánaða dreng var bjargað úr rústum hússins í gær, þar sem hann hafði verið fastur í nærri því 36 klukkustundir.

Drengurinn er talinn í stöðugu ástandi, samkvæmt AP fréttaveitunni.



Tass fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að enn sé rúmlega tuttugu manns saknað. Þar á meðal eru fimm börn.



Ekki eru taldar miklar líkur á því að finna einhvern á lífi í rústunum. Síðustu tvær nætur hafa verið mjög kaldar og hefur frostið náð allt að tuttugu gráðum. Þrátt fyrir það fannst þó köttur á lífi í dag. Hann hafði þá verið í rústunum í um 60 klukkustundir.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×