Erlent

Fólkssmyglarar handteknir á Bretlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skip sinna nú landamæragæslu á Ermarsundi.
Skip sinna nú landamæragæslu á Ermarsundi. Vísir/Getty
Tveir menn eru í haldi bresku lögreglunnar, grunaðir um að hafa staðið á bakvið stórfellt smygl á flóttafólki yfir Ermarsundið til Bretlandseyja. Mennirnir, Írani á fertugsaldri og Breti á þrítugsaldri, eru nú í haldi í Manchester, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Straumur flóttafólks hefur aukist að undanförnu og innanríkisráðherra landsins hefur beðið flotann um aðstoð við að fylgjast með sundinu. Alls hafa 239 manns komið ólöglega um borð í bátum frá Frakklandi frá því í nóvember og áttatíu prósent þeirra sem reyndu slíka ferð á síðasta ári komu á síðustu þremur mánuðum ársins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×