Körfubolti

Martin öflugur í Evrópusigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik með Alba Berlín.
Martin í leik með Alba Berlín. vísir/getty
Martin Hermannsson spilaði í tæpar tuttugu mínútur er Alba Berlín vann sigur á Mónakó, 83-74, í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld.

Leikið var í Mercedes-Benz höllinni í Berlín í kvöld fyrir framan rúma átta þúsund áhorfendur en Martin og félagar leiddu í hálfleik 44-38.

Þeir leiddu svo eftir þriðja leikhlutann en í síðasta leikhlutanum náðu gestirnir að minnka muninn í fjögur stig. Nær komust þeir ekki og öflugur sigur Berlín, 83-74.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum og er Berlín því með tvö stig eftir fyrstu umferðna en einnig eru Vilnius og Partizan með þeim í riðli.

KR-ingurinn öflugi gerði ellefu stig fyrir Berlín í kvöld en auk þess gaf hann sex stoðsendingar. Hann stal einum bolta til viðbótar.

Dagur Kár Jónsson spilaði ekkert er lið hans Flyers Wels vann öruggan sigur á Traiskirchen, 83-65, í austurrísku úrvalsdeildinni. Flyers er í áttunda sæti deildarinnar af tíu liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×