Körfubolti

Fjórða tap Lakers án LeBron kom í nótt

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron í borgaralegum klæðnaði á hliðarlínunni í nótt.
LeBron í borgaralegum klæðnaði á hliðarlínunni í nótt. vísir/getty
LeBron James var áfram á meiðslalistanum er Los Angeles Lakers tapaði með sjö stiga mun fyrir New York Knick í nótt, 119-112.

Jafnræði var með liðunum lengst um og leiddi Lakers meðal annars fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þá hrundi leikur liðsins og því fór sem fór.

Í fjarveru LeBron var það Brandon Ingram sem var stigahæstur með 21 stig en Tim Hardaway Jr. var stigahæstur hjá Knicks með 22 stig.

Þetta er fjórða tapið í fimm leikjum Lakers án Lebron en liðið er með rétt rúmlega 50% sigurhlutfall í vetur. Það gengur hins vegar verr hjá New York sem er einungis með tíu sigra í 39 leikjum.

Öll úrslit næturinnar:

Utah - Cleveland 117-91

Dallas - Boston 93-114

Indiana - Chicago 119-116

Washington - Miami 109-115

Orlando - Minnesota 103-120

Brooklyn - Memphis 109-100

Atlanta - Milwaukee 112-144

LA Clippers - Phoenix 121-111

New York - LA Lakers 119-112

Oklahoma City - Portland 111-109

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×