Körfubolti

Lovísa hafði betur í Íslendingaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán
Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á Íslendingaslag í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta en sú varð raunin í kvöld þegar Lovísa Björt Henningsdóttir og stöllur hennar í Marist Red Foxes mættu Söru Hinriksdóttur og stöllum hennar í Canisius Golden Griffins.

Leikurinn var í járnum stærstan hluta leiksins en fór að lokum svo að Lovísa Björt og stöllur hennar unnu fimm stiga sigur, 71-66.

Lovísa skoraði 4 stig, tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu á þeim 14 mínútum sem hún spilaði á meðan Sara var í lykilhlutverki hinumegin.

Sara var næststigahæst í liði Canisius með 16 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar en hún lék mest allra á vellinum, 37 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×