Körfubolti

Raptors sigraði uppgjör toppliðanna │Jokic fór á kostum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jokic var óstöðvandi í nótt
Jokic var óstöðvandi í nótt vísir/getty
Það var boðið upp á stórleik í NBA körfuboltanum í nótt þegar Milwaukee Bucks fékk Toronto Raptors í heimsókn í uppgjöri tveggja efstu liða Austurdeildarinnar.

Þrátt fyrir stórleik Giannis Antetokounmpo (43 stig og 18 fráköst) fór Raptors með sjö stiga sigur af hólmi, 116-123. Kawhi Leonard og Pascal Siakam gerðu 30 stig hvor en þrátt fyrir sigur Raptors heldur Bucks toppsætinu í Austrinu.

Denver Nuggets heldur áfram að styrkja stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar en liðið vann öruggan heimasigur á Charlotte Hornets, 123-110. Serbneska tröllið Nikola Jokic skoraði 39 stig auk þess að taka 12 fráköst.

Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson gerðu 91 af 127 stigum þegar meistarar Golden State Warriors lögðu Sacramento Kings að velli með fjögurra stiga mun. Curry atkvæðamestur með 42 stig, Durant gerði 29 og Thompson 20.

Úrslit næturinnar

Denver Nuggets 123-110 Charlotte Hornets

Detroit Pistons 105-110 Utah Jazz

Philadelphia 76ers 106-100 Dallas Mavericks

Cleveland Cavaliers 98-133 New Orleans Pelicans

Milwaukee Bucks 116-123 Toronto Raptors

San Antonio Spurs 108-88 Memphis Grizzlies

Portland Trail Blazers 110-101 Houston Rockets

Sacramento Kings 123-127 Golden State Warriors

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×