Innlent

Bjóða upp á ókeypis skimun

Sveinn Arnarsson skrifar
Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Krabbameinsfélagið hefur ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni og bjóða upp á ókeypis fyrstu skimun fyrir krabbameinum á árinu 2019. Mun verkefnið ná til kvenna sem fæddar eru 1996 og mæta í fyrsta sinn í leghálsskimun og kvenna sem fæddar eru 1979 og mæta í fyrsta sinn í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Markmið verkefnisins er að kanna hvort kostnaður við skimun hafi áhrif á þátttöku kvenna en hún hefur farið minnkandi undanfarin ár og er minni en á hinum Norðurlöndunum. Telur félagið mikilvægt að snúa þeirri þróun við.

Í tilkynningu er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að nánast sé hægt að koma í veg fyrir leghálskrabbamein með reglubundinni skimun og greiningu á forstigi. Þá sé með reglubundinni skimun fyrir brjóstakrabbameinum hægt að greina það á byrjunarstigi og draga þannig úr dauðsföllum.




Tengdar fréttir

Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum

Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×