Bíó og sjónvarp

Andið eðlilega komin á Netflix

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega.
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega.
Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, er komin á Netflix. Hún er þó ekki aðgengileg á Netflix á Íslandi en víðast hvar annars staðar.

Greint er frá þessu á Klapptré þar sem fjallað er um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Áður hafa nokkar íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir ratað á Netflix sem og leiknar þáttaraðir.

Andið eðlilega fékk afar góða dóma og var sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim. Stiklu úr myndinni má sjá að neðan.

Uppfært

Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Andið eðlilega væri fyrsta íslenska kvikmyndin á Netflix. Klapptré hefur leiðrétt þetta og fréttin uppfært í samræmi við það. Beðist er velvirðingar á mistökunum.


Tengdar fréttir

„Það erfiðasta sem ég hef gert“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×