Innlent

Réttað yfir Cairo í Landsrétti í dag

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Khaled Cairo þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi.
Khaled Cairo þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi.
Aðalmeðferð í máli Khal­eds Cairo fer fram í Landsrétti í dag. Cairo var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári fyrir að myrða Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík haustið 2017.

Morðið á Sanitu Brauna þótti hrottalegt. Cairo var ákærður fyrir að hafa slegið hana með glerflöskum, þrengt að hálsi hennar og barið hana í höfuðið með þungu slökkvitæki. Hann stóð enn yfir henni alblóðugur er lögregla kom á vettvang. Sanita var úrskurðuð látin við komu á bráðamóttöku.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×