Lífið

„Ég mun drepa mig á áti“

Stefán Árni Pálsson skrifar
King eyðir öllum dögum uppi í rúmi, nakinn í tölvuleikjum.
King eyðir öllum dögum uppi í rúmi, nakinn í tölvuleikjum.
Casey King er 34 ára karlmaður frá Georgíu í Bandaríkjunum sem er um 320 kíló. Hann eyðir öllum dögum nakinn uppi í rúmi að spila tölvuleiki og þarf að fara í bað í sérstöku baðkari úti á verönd fyrir utan heimilið hans.

Faðir mannsins þarf alfarið að sjá um hann. Breski miðillinn Daily Mail greinir frá og birtir í leiðinni myndband af lífi King.

Farið er yfir sögu Casey King í nýrri þáttaröð TLC sem ber nafnið Family by the Ton. Faðir hans baðar hann og skeinir honum eftir klósettferðir.

Hann vaknar vanalega í hádeginu, borðar og eyðir síðan restinni af deginum uppi í rúmi í tölvuleikjum.

Svona þarf King að baða sig.
„Ég mun drepa mig á áti,“ segir hann í þættinum.

„Það er svo heitt hérna í Georgíu og fötin passa ekki lengur á mig, svo ég sit bara hérna nakinn alla daga,“ segir King sem nær að flýja í heim tölvuleikja yfir daginn og komast í burtu frá því lífi sem hann lifir í raun og veru.

„Þar sér mig enginn og þarna er heimurinn minn. Þarna get ég verið sá Casey sem ég vill vera, án þess að vera dæmdur.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×