Erlent

Hagnast á Fortnite-hakki

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fortnite nýtur mikilla vinsælda.
Fortnite nýtur mikilla vinsælda. Nordicphotos/Getty
Börn, allt niður að fjórtán ára aldri, græða nú hundruð þúsunda króna á viku á viðskiptum með stolna aðganga að hinum geysivinsæla tölvuleik Fortnite. Þetta kom fram í umfjöllun er BBC birti í gær og byggði á viðtölum við um tuttugu þessara hakkara.

Þótt leikurinn sjálfur sé ókeypis hefur útgefandinn Epic halað inn milljarða á því að selja ýmsan varning innan leiksins sjálfs. Til að mynda svokölluð „skins“ sem breyta útliti karaktersins sem spilað er með. Þetta þýðir að aðgangur þeirra sem hafa keypt sér fleiri „skins“ er verðmætari en aðrir.

Einn viðmælenda BBC sagði, í skjóli nafnleyndar, að hann hefði sjálfur sogast inn í þennan hakkaraheim eftir að aðgangi hans var stolið. Hann tjáði sig á Twitter um svekkelsið og fékk þá skilaboð. „Einhver sagði að ég gæti keypt stolinn aðgang á 25 penní. Ég sá strax að ég gæti selt aðganginn aftur á mun meiri pening og keypti hann því.“

Síðar setti hakkarateymi sig í samband við viðmælandann og sýndi honum hvernig ætti að finna stóra lista af stolnum og leknum notendanöfnum og lykilorðum og hvar væri hægt að kaupa nauðsynleg verkfæri til þess að hakka sig inn í aðganga. Með þessa þekkingu náði viðmælandinn svo að stela rúmlega þúsund aðgöngum á einum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×