Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið.
Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. Vísir/getty
Jafnvel þótt boðað yrði til kosninga í Bretlandi - og Jeremy Corbyn myndi leiða Verkamannaflokkinn til sigurs - myndi hann ekki leyfa bresku þjóðinni að greiða atkvæði um Brexit að nýju. Þetta segir Corbyn í einkaviðtali hjá Guardian.

Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá umboð þjóðarinnar til að semja um hagstæðari samning við Evrópusambandið.

Leiðtogi Verkamannaflokksins vill tollabandalag við Evrópusambandið og náið samband við hinn ábatasama innri markað Evrópusambandsins. Þetta segir Corbyn þrátt fyrir að leiðtogar Evrópusambandsríkja hafi þvertekið fyrir að semja upp á nýtt.

Corbyn hefur sínar efasemdir um reglur sambandsins um ríkisstyrki og segist þurfa að horfa til allra sjónarmiða í flokknum og taka tillit til þeirra sem vilja eindregið segja sig úr stærstu viðskiptablokk heimsins.

Hann segir að það sé þjóðinni fyrir bestu að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May sem fyrst.


Tengdar fréttir

Herinn í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings og ríkisstjórnin býr sig undir það versta.

Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins.

Auðmenn flytji fé frá Bretlandi

Svissneski stórbankinn Credit Suisse ráðleggur nú ofurríkum viðskiptavinum að flytja peninga sína frá Bretlandi vegna óvissu um Brexit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×