Erlent

Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Brett McGurk.
Brett McGurk. Zach Gibson/Getty
Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi.

Samkvæmt fréttaflutningi BBC hafði McGurk ætlað að láta af störfum á næsta ári, en kaus að flýta starfslokum sínum vegna þessarar ákvörðunar forsetans, sem sætt hefur mikilli gagnrýni.

Áður en Trump tilkynnti um fyrirætlanir sínar og tilkynnti um meintan sigur Bandaríkjanna á hryðjuverkasamtökunum hafði McGurk látið hafa eftir sér að Bandaríkin hygðust halda áfram að berjast gegn ISIS í Sýrlandi.

„Við viljum vera með fólk á jörðu niðri og sjá til þess að stöðugleiki náist á svæðinu,“ hafði McGurk sagt áður en ákvörðun Bandaríkjaforseta var gerð ljós.


Tengdar fréttir

Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS

Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×