Erlent

Blaða­maður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur

Atli Ísleifsson skrifar
Claas Relotius er 33 ára gamall og hóf fyrst störf hjá Der Spiegel árið 2011.
Claas Relotius er 33 ára gamall og hóf fyrst störf hjá Der Spiegel árið 2011. EPA
Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.

Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius.

Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius.

Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda.

Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.

EPA

Fjórtán greinar

Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar.

Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.

Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×