Erlent

Spá allt að 47 stiga hita á jóladag

Andri Eysteinsson skrifar
Jólafötin í Ástralíu verða stuttbuxur og sandalar.
Jólafötin í Ástralíu verða stuttbuxur og sandalar. Skjáskot/BOM
Á meðan vindar blása hér á Íslandi yfir jólin mega íbúar Ástralíu búast við hitabylgju yfir hátíðirnar, búist er við að hiti verði allt að 47°CGuardian greinir frá.

Yfirvöld í Viktoríufylki hafa gefið út viðvaranir vegna hitabylgjunnar og varað hefur verið við mögulegum kjarreldum í Vestur-ÁstralíuSuður-Ástralíu og á Tasmaníu. Hiti í Sydney verður í kringum 30°C en í Kimberleyhéraði í Vestur-Ástralíu er búist við því að jólahitamet falli en í bænum Fitzroy Crossing má búast við 47 stiga hita á Jóladag.

Meðalhiti í nágrenni Fitzroy Crossing í desember er 35 gráður. Hiti er víðast hvar í Ástralíu yfir meðalhita, mestur er hiti inn til landsins en einungis í strandfylkinu Queensland er hiti undir meðalhita.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×