Sport

Handsprengju kastað í „kúrekann“ sem Gunnar kláraði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar og Oliveira fyrir bardagann.
Gunnar og Oliveira fyrir bardagann. vísir/getty
Alex Oliveira, UFC-kappinn sem Gunnar Nelson hafði betur gegn á dögunum, lenti í áflogum í heimabæ sínum í Brasilíu á jóladag.

Oliveira er fæddur og uppalinn í Tres Rios, bæ sem er rétt fyrir utan Rio de Janeira. Hann fór á jóladag að kaupa bensín á bíl móður sinnar og sú ferð endaði illa.

Á leið sinni á bensínstöðina sá Oliveira, oft nefndur kúrekinn, nokkra fjölskyldumeðlimi vera í áflogum svo hann stöðvaði bifreið sína.

Skömmu síðar var sprengju kastað í átt að bílnum hans en kappinn staðfesti þetta í samtali við útvarpsstöð í heimalandinu.

„Það kom maður og miðaði byssu að höfði frænda míns og þá byrjuðu átökin. Þeir voru með beitta hnífa og handsprengju. Þeir köstuðu handsprengju í átt að mér og hluti hennar endaði í löppinni á mér,“ sagði Oliveira.

Oliveira fór á sjúkrahús í næsta nágrenni þar sem hann gekkst undir aðgerð en síðar um daginn fór hann á lögreglustöðina í bænum þar sem hann gerði grein fyrir máli sínu.

Gunnar Nelson kláraði kúrekann í Toronto þann 8. desember síðastliðinn en eftir bardagann þurfti að sauma 38 spor í enni Brasilíumannsins.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×