Viðskipti innlent

Landinn vildi og fékk heyrnartól

Benedikt Bóas skrifar
Íslendingar voru æstir í Airpods þessi jólin.
Íslendingar voru æstir í Airpods þessi jólin. NordicPhotos/Getty
Apple Airpods var bæði vinsælasta vefgjöfin þessi jólin sem og heitasta óskin. Þetta sýnir listi sem ja.is hefur tekið saman en um 400 vefverslanir er nú þar að finna þar sem hægt er að skoða um 500 þúsund vörur.



Apple AirPods
Í samantekt ja.is má sjá að Airpods var vinsælasta jólagjöfin sem og helsta óskin í jólapakka landsmanna.

Um 500 þúsund vörur frá íslenskum vefverslunum eru nú aðgengilegar í leit á endurbættum ja.is en nýr vefur var settur í loftið fyrir stuttu með það að markmiði að auðvelda Íslendingum að gera bestu kaupin.

Í vöruleitinni geta notendur ja.is fundið og borið saman vörur og verð frá mismunandi seljendum, búið til óskalista og fengið sendar tilkynningar þegar vörur eru á tilboði eða þegar verð breytist.

Bose QC35 II heyrnartól
Nú er hægt að leita í vöruúrvali tæplega 400 íslenskra vefverslana á ja.is og sendi vefurinn frá sér tvo lista.

Annars vegar mest skoðuðu vörurnar og hins vegar heitustu óskirnar.

Þegar listarnir eru bornir saman má sjá að margt er ólíkt með þeim. Snyrtivörur eru til að mynda áberandi á óskalistum landsmanna og eru Estée Lauder rakadropar sem vinna gegn ótímabærri öldrun í öðru sæti yfir þær vörur sem oftast eru settar á óskalista.

66° Norður Jökla úlpa
AirPods heyrnartólin tróna á toppnum á báðum listum og því allar líkur á að landsmenn séu að hlusta á eitthvað fallegt á jólahátíðinni.

Mest skoðuðu vörurnar

1. Apple AirPods

2. Bose QC35 II heyrnartól

3. 66° Norður Jökla úlpa

4. Daniel Wellington úr

5. Bose SoundSport Free heyrnartól

6. Reflections Ophelia kertastjaki

7. Cintamani Unnur úlpa

8. Nike Tech Fleece hettupeysa

9. Nike Tech Fleece buxur

10. Royal Copenhagen Mæðraplattinn 2018

Daniel Wellington úr

Heitustu óskirnar

1. Apple AirPods

2. Estée Lauder Advanced Night Repair rakadropar sem vinna gegn öldrun

3. Apple Watch Series 4 úr

4. Glamglow Supermud Clearing maski

5. 66° Norður Jökla úlpa

6. Bose SoundSport Free heyrnartól

7. Lúxuspakki frá Eco By Sonya

8. Nike Power buxur

9. Urð Stormur ilmkerti

10. Marc Inbane brúnkusprey






Fleiri fréttir

Sjá meira


×