Enski boltinn

Sjáðu tvennuna hjá Pogba, áttunda mark Gylfa og öll 29 jólamörkin í enska boltanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu. getty/Bryn Lennon
Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir að valta yfir Newcastle, 4-0, í gær en liðið er með sex stiga forskot á toppnum þar sem að Leicester gerði sér lítið fyrir og vann Manchester City í gær.

Manchester United er á sigurbraut undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en liðið vann Huddersfield í fyrsta heimaleik Norðmannsins, 3-1, þar sem að Paul Pogba heldur áfram að njóta lífsins eftir brotthvarf Mourinho. Frakkinn skoraði tvö mörk í gær.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði áttunda mark sitt á tímabilinu úr vítaspyrnu þegar að Everton rústaði Burnley, 5-1, en Jóhann Berg og félagar eru í miklu basli þessa dagana.

Arsenal skrikaði fótur og gerði 1-1 jafntefli við Brighton en Eden Hazard komst í 100 mörk fyrir Chelsea er liðið lagði Watford, 2-1.

Hér að neðan má sjá öll mörk gærdagsins á öðrum degi jóla í enska boltanum.

Liverpool 4 - 0 Newcastle
Manchester Utd 3 - 1 Huddersfield
Burnley 1 - 5 Everton
Tottenham 5 - 0 Bournemouth
Leicester 2 - 1 Manchester City
Brighton 1 - 1 Arsenal
Watford 1 - 2 Chelsea
Fulham 1 - 1 Wolves



Fleiri fréttir

Sjá meira


×