Viðskipti innlent

Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick

Sylvía Hall skrifar
Núverandi flugáætlun WOW Air til Gatwick helst óbreytt til 31. mars 2019.
Núverandi flugáætlun WOW Air til Gatwick helst óbreytt til 31. mars 2019. Vísir/Vilhelm
Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. Þetta kemur fram á síðunni Túristi.is.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að WOW Air hefði selt flugtíma sinn á Gatwick. Í tilkynningu frá flugfélaginu var ekki gefið upp hver kaupandinn væri né kaupverð vegna trúnaðarsamkomulags.

Wizz air er í eigu Indigo Partners LLC sem fjárfesti nýverið í WOW en flugfélagið mun hefja flug til Gatwick í vor. Lendingarleyfi WOW Air var selt til Wizz air þann 30. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að kaupviðræðum Icelandair og WOW var slitið og sama dag og innkoma Indigo Partners LLC var tilkynnt og því líklegt að sala lendingarleyfana hafi verið hluti af samkomulagi samningsaðila. Salan á lendingarleyfum til easyJet fór fram þann 5. desember.  

Eftir sölu flugtímanna á Gatwick mun WOW Air alfarið fljúga á London Stansted-flugvöllinn frá og með 31. mars næstakomandi en núverandi flugáætlun til Gatwik helst óbreytt þangað til. Flogið er er daglega frá Keflavíkurflugvelli kl. 06:10 að morgni og lent kl. 10:20 að staðartíma í London. Brottför frá London Stansted flugvelli er kl. 11:20.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×