Enski boltinn

Matt Le Tissier velur „ótrúlegt mark“ Gylfa það besta á árinu 2018

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað þau nokkur ansi glæsileg.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað þau nokkur ansi glæsileg. getty/Malcolm Couzens
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að mati Southampton-goðsagnarinnar Matt Le Tissier sem starfar sem sparkspekingur á Sky Sports í dag.

Le Tissier er hluti af teyminu í einum vinsælasta fótboltaþætti Bretlands, Soccer Saturday, þar sem að hann, Paul Merson, Phil Thompson og Charlie Nicholas fylgjast með öllu sem gerist í ensku deildunum í leikjunum sem hefjast klukkan 15.00 og lýsa því sem gerist því engum leik er sjónvarpað í Englandi á þeim tíma.

Fjórmenningarnir fengu það verkefni að velja mark ársins 2018 í ensku úrvalsdeildinni og Le Tissier valdi ótrúlegt mark Gylfa á móti Leicester á útivelli í áttundu umferð yfirstandandi tímabils.

„Ég verð að segja að mark Gylfa Sigurðssonar er það besta. Hann skoraði ótrúlegt mark á móti Leicester fyrir nokkrum vikum þar sem að hann tók smá Cruyff-snúning á miðjum vellinum og þrumaði boltanum svo í skeytin af 20-25 metra færi. Þetta var ein af þessum rosalegu stundum,“ segir Le Tissier um markið sem Gylfi skoraði 6. október.

Paul Merson valdi mark Ilkay Gündogan fyrir Manchester City á móti Manchester United þar sem að liðið hélt boltanum ótrúlega vel áður en Þjóðverjinn skoraði en Phil Thompson og Charlie Nicholas völdu mark Aaron Ramsey á móti Fulham sem Walesverjinn skoraði einnig eftir magnaðan samleik Arsenal-liðsins.

Gylfi Þór og Aaron Ramsey skoruðu þessi glæsilegu mörk sín í sömu umferðinni í byrjun október en Gündogan skoraði sitt mark í sigri City í lok nóvember á móti Manchester United.

Fulham - Arsenal 1-5



Manchester City - Manchester United 1-3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×