Enski boltinn

Sjáðu bestu mörkin og markvörslurnar úr jólaboltanum á Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jólin eru tími fótbolta og friðar.
Jólin eru tími fótbolta og friðar. getty/ Laurence Griffiths
West Ham vann fimmta sigurinn í síðustu sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið lagði Southampton á útivelli, 2-1.

Felipe Anderson skoraði bæði mörk West Ham sem er á miklum skriði þessar vikurnar en liðið er komið upp í níunda sæti deildarinnar og er með jafnmörg stig og Everton og Watford.

Southampton, aftur á móti, var aðeins kippt niður á jörðina eftir tvo sigra í röð undir stjórn Þjóðverjans Ralph Hasenhüttl. Dýrlingarnir eru í 16. sæti með fimmtán stig, þremur stigum frá fallsæti.

Mörkin þrjú úr leiknum í gærkvöldi má sjá hér að neðan sem og allt það besta úr 19. umferð enska boltans en allir leikirnir nema einn voru spilaðir á öðrum degi jóla.

Southampton - West Ham 1-2



Bestu mörk 19. umferðar:



Bestu markvörslur 19. umferðar:



Besta stund 19. umferðar:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×