Erlent

Telja tímaspursmál hvenær farandfólk ferst á Ermarsundi

Kjartan Kjartansson skrifar
Ermarsund er fjölfarin siglingarleið. Lögreglan hefur líkt því að sigla yfir það á smábát við að reyna að hlaupa yfir hraðbraut á háannatíma.
Ermarsund er fjölfarin siglingarleið. Lögreglan hefur líkt því að sigla yfir það á smábát við að reyna að hlaupa yfir hraðbraut á háannatíma. Vísir/Getty
Innanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir viðbúnaði vegna fjölgunar farandfólks sem reynir að komast yfir Ermarsund á litlum bátum að undanförnu. Ráðuneyti hans telur aðeins tímaspursmál hvenær fólk ferst þar.

Að minnsta kosti 221 hefur reynt að komast yfir Ermarsund frá Frakklandi til Bretlands frá því í byrjun nóvember, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Margir þeirra eru Íranir og Sýrlendingar. Leiðin er sögð hættuleg enda ein fjölfarnasta siglingaleið í heimi.

Með því að lýsa yfir viðbúnaði vegna ástandsins fær Sajid Javid, innanríkisráðherra, umboð til að stýra aðgerðum og móta stefnu um hvernig taka eigi á því. Hann hefur óskað eftir fundi með frönskum embættismönnum vegna stöðunnar.

Fregnir hafa borist af því að fólkssmyglarar segi farandfólkinu að nú séu síðustu forvöð að komast til Bretlands áður en landamæri þeirra lokast endanlega með útgöngunni úr Evrópusambandinu í lok mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×