Viðskipti innlent

Formaður Neytendasamtakanna vill breyta reglum um skilarétt

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í verslanir eftir aðfangadag að skila gjöfum. Formaður Neytendasamtakanna segir nauðsynlegt að breyta neytendalögum þannig að réttur fólks til að skila vörum í verslanir sé sá sami og skilaréttur á netinu.

Það eru ekki alltaf not fyrir jólagjafirnar. Þær eru of stórar, of litlar eða hreinlega of margar og fólk skilar þeim. Það gildir hins vegar ekki það sama um skil á vörum í verslanir og á netinu.

„Réttur neytenda á netinu er miklu víðtækari og betri en við kaup í venjulegum verslunum. Þar er fortakslaus skilaréttur á ógallaðri vöru 14 dagar. Það er ekki þegar fólk kaupir úti í búð,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem segir nauðsynlegt að breyta neytendalöggjöfinni.

„Það þarf að bæta rétt neytenda og færa rétt neytenda sem versla í verslunum til jafns við þann rétt sem neytendur hafa.“

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×