Erlent

Meirihlutinn fallinn í Belgíu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Forsætisráðherrann Charles Michel tilkynnti endalok samstarfsins á laugardag.
Forsætisráðherrann Charles Michel tilkynnti endalok samstarfsins á laugardag. Getty/ole jensen
Ríkisstjórn Belgíu féll um helgina eftir að stærsti flokkur landsins, Bandalag Flæmingja, sagði skilið við ríkisstjórnina. Ástæðan fyrir brotthvarfi flokksins er sú að ríkisstjórnin stefndi að því að undirrita flóttamannasamkomulag Sameinuðu þjóðanna.

Forsætisráðherrann Charles Michel tilkynnti endalok samstarfsins á laugardag en í gær skipaði hann fimm nýja ráðherra í stað þeirra sem sögðu skilið við stjórnina. Brotthvarf Flæmingjanna má einnig rekja til fjölmennra mótmæla sem staðið hafa yfir í landinu síðastliðnar tvær vikur en fyrirmynd þeirra er mótmælin í grannríkinu Frakklandi.

Þrátt fyrir endalok stjórnarinnar mun Michel halda til Marrakesh í Marokkó til að undirrita samkomulagið en til þess hefur hann hlotið nægan stuðning frá meirihluta þingsins. Að því loknu mun hann þurfa að finna nýjan flokk í stjórnarsamstarfið eða að fá flokka úr minnihlutanum til að verja hana falli með hlutleysi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×